Ferð á slóðum Eglu

Þann 9.nóvember fórum við í ferð á slóðir Eglu sem er í Borgarfirði. Tilgangur ferðarnar var að kynnast ævi Egils Skallagrímssonar. Fara var á staði sem tengjast Eglu og svo fórum við á staðinn sem Snorri Sturluson átti heima og heitir það Reykholt. Við byrjuðum á því að skoðuðum Landnámssetrið í Borganesi svo fórum við að skoða Brákarsund þar sem Skallagrímur drap Þorgerði Brák fóstru Egils með því að kasta steini í hana þegar hún var að reina að flýja frá honum og eftir það fórum við að skoða gröf Skallagríms í Skallagrímsgarði sem Egill gróf Skallagrím. Þegar við vorum búin að því fórum við á Borg á Mýrum og fórum í kirkjuna, skoðuðum kirkjugarðinn og fórum á hól sem var á bak við kirkjuna. Eftir það fórum við í Reykholt og hittum við mann sem heitir Geir Waage hann sagði okkur mjög mikið um Snorra Sturluson en talið er að Snorri hafi skrifaði Eglu við fórum svo að skoða Snorralaug og neðanjarðargöng sem liggja út í Snorralaug. Við fórum svo að skoða styttu af Snorra Sturlusyni en eftir það fórum við heim. Það sem mér fannst áhugaverðast var Snorralaug því það rennur heit vatn í hana sem er úr jörðinni en það er akkúrat jafnt heitt og er í flestum heitapottum á íslandi.Mér fannst þetta mjög skemmtileg og áhugaverð ferð.

 

fallegur

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Guðmundur Freyr Gylfason
Guðmundur Freyr Gylfason
Ágúst 2025
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (4.8.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband