13.1.2012 | 11:06
Tyrkjaránið
Í vetur þá var ég að gera verkefni um Tyrkjaránið. Fyrst las kennarinn minn bók sem heitir Reisubók Guðríðar Símonardóttur. Svo gerði ég myndasögu um þennan atburð og teiknaði mynd um hvernig ég hélt að vestmannaeyjar væru eftir ránið. Ég gerði líka fréttabækling sem ég átti að nefna sjálfur, minn heitir Eyjan. Ég vann þennan bækling í forriti sem heitir publisher, mér fannst dálítið skrítið að vinna í þessu forriti en það var allt í lagi. Ég horfði líka á tvær myndir um Tyrkjaránið. Mér fannst ágætlega gaman að læra um þennan atburð og mér fannst áhugaverðast var hvað fólkið á austfjörðum voru tæplega 400 ár að undirbúa sig að ef sjóræningjarnir kæmu aftur og voru að spá hvar þau ættu að fela sig ef þeir kæmu aftur. Mér fannst það áhugaverðast því hvað þau voru lengi hrædd við þetta. Ég náði ekki að setja mig í spor allra en ég náði stundum setja mig í spor við Sölmund sem er sonur Guðríðar Símonardóttir sem er aðalpersónan í bókinni.
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (19.4.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.